UM FYRIRTÆKIÐ

Kæliþjónusta Akureyrar ehf.

Félagið hefur aðallega verið í viðgerðum og uppsetningum á kælikerfum, varmadælum ásamt viðgerðum á kæliskápum og frystiskápum/kistum undan farin ár, einnig hefur járnsmíði hverskonar verið vaxandi með hverju ári aðallega úr ryðfríiu efni og mikið verið unnið fyrir fiskeldisfélög, olíufélög og fl.

Fyrir nokkrum árum keypti félagið fyrirtækið Rafós sem hefur verið í almennri rafverktakavinnu, uppsetningar og raflagnir hverskonar við þessi kaup fjölgaði starfsmönnum úr 2 í 5 hefur þessi armur fyrirtækisins einnig séð um uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla sem og tenginar á varmadælum.

Um áramótin 2019 / 2020 keypti félagið fyrirtækið Rofa ehf sem undanfarna áratugi hefur þjónustað norðurland með viðgerðum uppsetningu og sölu á öllum gerðum heimilistækja, við þau kaup fjölgaði starfsmönnum í 10, er stefnan tekin á sókn í raflagnavinnu hverskonar og líka auka þá þjónustu að sjá um kaup og uppsetningu á hverskonar heimilistækjum, horft er þar ekki síst til félagasamtaka sem eiga mikið magn af orlofshúsum og íbúðum á norðurlandi.

Félagið er í um 300m2 nýlegu húsnæði með 3 stórum innkeyrsluhurðum.

STAÐSETNING

Kæliþjónusta Akureyrar ehf.
Freyjunes 10
603 Akureyri